Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls lögðu í dag lið Utah State Aggies í bandaríska háskólaboltanum, 56-68. Wyoming eftir leikinn í 6. sæti Mountain West deildarinnar með 9 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Á 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Dagný Lísa 14 stigum, 8 fráköstum og 2 stolnum boltum, en hún var næststigahæst sinna kvenna í dag. Wyoming og Utah mætast í öðrum leik á morgun.

Tölfræði leiks