Höttur hefur samið við Bryan Alberts um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla.

Bryan er 26 ára, 196 cm skotbakvörður frá Bandaríkjunum, en hann er einnig með hollenskt vegabréf, svo hann mun leika sem Evrópumaður í deildinni. Síðan hann kláraði feril sinn með Gonzaga og Long Beach State University í bandaríska háskólaboltanum árið 2019 hefur leikmaðurinn leikið með Djurgarden í Svíþjóð, en á síðasta tímabili skilaði hann 11 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 33 leikjum með félaginu. Þá hefur hann einnig verið hluti af hollenska landsliðinu frá árinu 2018.