Ísland mátti þola tap í kvöld fyrir Grikklandi í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2021, 58-95. Eftir fimm leiki í riðil A leitar Ísland enn að fyrsta sigrinum á meðan að Grikkland hefur unnið þrjá og tapað tveimur.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Bríet Sif Hinriksdóttur, leikmann liðsins, eftir leik í Ljubljana. Bríet átti flotta innkomu fyrir Ísland í dag, skilaði 11 stigum og 2 fráköstum á aðeins 14 mínútum spiluðum.