Keflavík lagði ÍR í kvöld með 6 stigum í sjöundu umferð Dominos deildar karla, 85-79. Eftir leikinn er Keflavík við topp deildarinnar með sex sigra og eitt tap á meðan að ÍR er í 3.-7. sæti með fjóra sigra og þrjú töp.

Karfan spjallaði við Borche Ilievski, þjálfara ÍR, eftir leik í Blue Höllinni.