Í PHX Arena í Phoenix unnu heimamenn í Suns sinn þriðja leik í röð er liðið lagði Portland Trail Blazers að velli, 100-132. Suns eftir leikinn í fjórða sæti Vesturstrandarinnar með 67% sigurhlutfall á meðan að Trail Blazers eru sæti neðar í sömu deild með 60% sigurhlutfall.

Atkvæðamestur Portland manna í leiknum var Damian Lillard með 24 stig og 7 stoðsendingar. Fyrir heimamenn í Phoenix var það Devin Booker sem dróg vagninn með 34 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Suns og Trail Blazers:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards 127 – 124 Los Angeles Lakers

Chicago Bulls 120 – 100 Houston Rockets

Memphis Grizzlies 92 – 102 Dallas Mavericks

Miami Heat 108 – 94 Oklahoma City Thunder

Portland Trail Blazers 100 – 132 Phoenix Suns

Charlotte Hornets 110 – 132 Utah Jazz

San Antonio Spurs Indiana Pacers – Frestað