Tímabil Bjarna Guðmanns Jónssonar og Fort Hays State Tigers er á enda eftir að liðið laut í lægra haldi fyrir sterku liði Northwest Missouri State, 62-87. Fort Hays eftir leikinn með nákvæmlega 50% sigurhlutfall á tímabilinu, 11 sigra og 11 töp.

Á 18 mínútum spiluðum skilaði Bjarni Guðmann tíu stigum og þremur fráköstum, en hann var stigahæstur sinna manna í leiknum. Vegna tapsins, komast Fort Hays ekki í átta liða úrslit deildar sinnar.

Tölfræði leiks