Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Missouri Western í bandaríska háskólaboltanum, 73-78. Það sem af er tímabili hafa Fort Hays unnið ellefu leiki og tapað tíu.

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Bjarni Guðmann 13 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu. Aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppni Fort Hays á tímabilinu, gegn Northwestern Missouri State þann 27. febrúar. Þann 4. mars hefst svo úrslitakeppni MIAA deildarinnar.

Tölfræði leiks