Birna Valgerður Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats máttu þola tap í kvöld fyrir Albany Great Danes í bandaríska háskólaboltanum, 43-28. Það sem af er tímabili hafa Bearcats unnið fjóra leiki og tapað ellefu, en þær sitja í 6. sæti American East deildarinnar.

Birna Valgerður var á sínum stað í byrjunarliði Bearcats í leiknum og skilaði sex stigum, tveimur fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og tveimur stolnum boltum. Bearcats mæta Great Danes í annað skipti annað kvöld sunnudag 7. febrúar.

Tölfræði leiks