Landsliðsmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson og Real Canoe lögðu í kvöld lið Real Murcia í Leb Oro deildinni á Spáni, 69-64. Canoe eru í 10. sæti B hluta deildarinnar með tvo sigra úr fyrstu 12 umferðunum.

Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Arnar 10 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum. Næsti leikur Canoe er þann 12. febrúar gegn ICG Forca Lleida.

Tölfræði leiks