Áhorfendur verða leyfðir á íþróttakappleikjum á ný í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á morgun, miðvikudaginn 24. febrúar.

Fyrst um sinn verður fjöldi áhorfenda takmarkaður við 200 manns í númeruðum sætum með eins metra millibili. Áhorfendur hafa verið bannaðir á íþróttaviðburðum allt frá því að keppni var aftur leyfð í efstu deildum íþróttagreina um miðjan janúar.