Rétt í þessu tilkynnti íslenska landsliðið hvaða 12 leikmenn það verða sem leika fyrir liðið gegn Slóvakíu í fyrri leik þess í þessum landsliðsglugga í sóttvarnarbúbblu FIBA í Kósovó.

Leikmenn liðsins ytra eru 13 og mun það koma í hlut Hjálmars Stefánssonar að hvíla í dag. Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland í 25. sæti Evrópulista FIBA – Ofar en báðir andstæðingar búbblunnar í Kósovó

Leikur dagsins: Ísland getur tryggt sig áfram með sigri á Slóvakíu

Liðsskipan Íslands:
Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48)
Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86)
Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13)
Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14)
Kristinn Pálsson · Grindavík (15)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (38)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)