A landslið karla er þessa dagana í borginni Pristina í Kósovó þar sem liðið mun leika lokaleiki sína í þessum fasa undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Síðasta fimmtudag lék liðið mikilvægan leik gegn Slóvakíu. Í dag er komið að lokaleik mótsins sem er gegn Lúxemborg.

Ísland mætir Lúxemborg í lokaleik forkeppninnar – Toppsætið tryggt

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvaða 12 leikmenn verða á skýrslu fyrir Ísland í dag. Ein breyting er á hópnum, þar sem að Ragnar Ágúst Nathanaelsson víkur fyrir Hjálmari Stefánssyni.

Leikurinn hefst kl. 15:00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Liðsskipan Íslands:


Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (49)
Gunnar Ólafsson · Stjarnan (23)
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (87)
Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (14)
Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (15)
Kristinn Pálsson · Grindavík (16)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (39)
Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (13)
Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði)
Tómas Hilmarsson · Stjarnan (9)
Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (42)

Hjálmar Stefánsson · CB Carbajosa, Spánn (18)