Vestri og Selfoss mættust í 1. deild karla á Jakanum á Ísafirði í gærkvöldi.

Vestri skoraði fyrstu körfu leiksins og komst í 24-6 eftir sex mínútna leik. Mest náði liðið 21 stiga forustu öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 51-39. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi en gestirnir náðu þó að laga lokatölurnar talsvert á lokamínútunum á móti minni spámönnum Vestra en leikurinn endaði 82-75.

Atkvæðamestur hjá Vestra var Ken-Jah Bosley með 31 stig en næstir komu Nemanja Knezevic með 21 stig og 17 fráköst, Marko Dmitrovic með 14 stig og Gabriel Aderstag með 10 stig.

Hjá Selfoss voru Sveinn Búi Birgisson og Gunnar Steinþórsson báðir með 16 stig en Arnór Bjarki Eyþórsson kom næstur með 11 stig.

Næstu leikir beggja liða eru föstudaginn 22. janúar en þá mætir Vestri Breiðabliki úti og Selfoss fær Sindra Höfn í heimsókn.

Tölfræði leiksins

Myndasafn