Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Heitasta lið deildarinnar Utah Jazz unnu sinn níunda leik í röð er þeir lögðu New York Knicks í Salt Lake City, 94-108. Jazz nú með næst besta árangur liða í deildinni, 77% sigurhlutfall, á eftir meisturum Los Angeles Lakers sem hafa unnið einum leik fleiri. Knicks aftur á móti með 42% sigurhlutfall og á hraðri niðurleið eftir góða byrjun á tímabilinu.

Atkvæðamestur fyrir Knicks í leiknum var framherjinn Julius Randle með 18 stig og 10 fráköst. Hjá Jazz var það miðherjinn Rudy Gobert sem dróg vagninn með 18 stigum og 19 fráköstum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar

LA Clippers 99 – Atlanta Hawks

Washington Wizards 88 – 107 Houston Rockets

New York Knicks 94 – 108 Utah Jazz