Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld, í annarri umferð deildarinnar.

Á Ísafirði tóku Vestramenn á móti Selfossi, og höfðu heimamenn betur, 82-75. KJ Bosley fór mikinn í liði heimamanna og skoraði 31 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Í Borgarnesi tók Skallagrímur á móti Hamri frá Hveragerði, og fór svo að gestirnir unnu sex stiga sigur, 87-93. Jose Aldana skoraði 29 stig fyrir Hamar og gaf 15 stoðsendingar.

Á Höfn í Hornafirði unnu heimamenn í Sindra stórsigur á Hrunamönnum, 105-80. Gerald Robinson átti stórleik í liði Sindra, skoraði 30 stig og tók 16 fráköst.

Loks tóku Blikar á móti Álftanesi í Smáranum. Álftnesingar unnu góðan útisigur, 96-87 og eru ósigraðir í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Cedrick Bowen skoraði 26 stig fyrir Álftanes og Róbert Sigurðsson náði þrefaldri tvennu, með 21 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.

Þá var einn leikur í fyrstu deild kvenna. B lið Fjölnis lagði Ármann 52-79. Ármann eftir leikinn búnar að vinna einn leik og tapa einum, en Fjölnir með tvo sigra og tvö töp.