Eftir 99 daga hlé frá allri keppni hófst Dominos deildin í kvöld þegar fjórir leikir fóru fram í Dominos deild kvenna.

Í Smáranum tóku heimakonur í Breiðablik á móti Keflavík í jöfnum leik. Lítill munur var á liðunum í gegnum allan leikinn og voru Blikar raunar skrefinu á undan allt fram í fjórða leikhluta. Þá datt Keflavík í gírinn og náði í forystu sem þær gáfu ekki eftir út leikinn. Lokastaðan 56-66 fyrir Keflavík.

Daniela Morillo var stigahæst með 19 stig og 11 fráköst hjá Keflavík en hjá Blikum var Þórdís Jóna öflug líkt og fyrir hlé og endaði með 20 stig.

Haukar stukku í efsta sæti deildarinnar við hlið Fjölnis með sigri á Fjölni. Valur fór illa með lið Skallagríms og Snæfell vann góðan sigur á KR í Stykkishólmi.

Úrslit kvöldsins má finna hér.