Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu Urbas Fuenlabrada í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 105-85. Zaragoza eftir leikinn í 14. sæti deildarinnar með sex sigra og tólf töp það sem af er tímabili.

Tryggvi lék rétt rúmar 28 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hann 24 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hann leiddi liðið bæði í stigaskorun og fráköstum.

Tölfræði leiks