Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld lið Retabet Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 73-96. Zaragoza eftir leikinn með sjö sigra og tólf töp í 12. sæti deildarinnar.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn ekkert sérstaklega spennandi. Þar sem að Zaragoza leiddu nánast allan tímann. Tryggvi Snær lék rúmar 16 mínútur í leiknum og skilaði 10 stigum, 6 fráköstum og stoðsendingu.

Tölfræði leiks