Valur mætti Þór í  Höllinni á Akureyri í dag. Valsarar voru með vængbrotið lið þar sem þá vantaði landsliðsmanninn Kristófer Acox. Þórsarar mættu gríðarlega sterkir til leiks og unnu leikinn 98-89. Eftir leikinn er Valur með 6 stig, 3 sigra og 4 töp á meðan að Þór er með 4 stig, 2 sigra og 5 töp.


Gangur leiksins
Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Um miðjan fyrsta leikhluta kom mikill kraftur í Þórsara. 31-20 í lok fyrsta leikhluta. Heimamenn spiluðu frábæra vörn, stálu m.a. fimm boltum í fyrri hálfleik og Valsmenn hittu illa skotum fyrir utan. Staðan 56-41 í hálfleik heimamönnum í vil.
Valsmenn reyndu hvað þeir gátu að koma sér inn í leikinn í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Heimamenn höfðu að lokum 9 stiga sigur. 98-89.


Atkvæðamestir
Í liði Þórs var Dedrick Basile með 28 stig 8 fráköst, 9 stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Ivan Alcolado með 29 stig og 15 fráköst.Hjá Valsmönnum var  Miguel Cardoso með 20 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Palli Jóh)

Umfjöllun, viðtöl / Jóhann Þór Hólmgrímsson