Tindastóll heimsótti Þór í Höllinni á Akureyri í  norðurlandsslag í sjöttu umferð Dominos deildar karla í kvöld.

Gangur leiks
Gestirnir mættu mun ákveðnari til leiks og áttu heimamenn í miklum vandræðum með að ráða við aggresíva vörn Tindastóls staðan 21-29 í lok fyrsta leikhluta. Þórsarar hitnuðu fyrir utan þriggja stiga línuna og voru búnir jafna leikinn um miðjan leikhlutann. Gestirnir náðu þó yfirhöndinni aftur og var staðan 41-48 í hálfleik.


Heimamenn mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik. Ivan skoraði 12 stig á uþb 6 mínútum og náðu Þórsarar mest 9 stiga forskoti í þriðja leikhluta. Fyrir loka fjórðunginn voru heimamenn komnir með forystuna 77-70. Stólarnir byrjuðu fjórða leikhluta af krafti og var mikil spenna framan af en Þórsarar sigldu fyrsta sigrinum í vetur í land. 103-95 lokatölur.

Atkvæðamestir

Í liði Þórs átti Dedrick Basile hörkuleik með 23 stig og 14 stoðsendingar. Srdan Stojanovic með 26 stig og Ivan Alcolado með 23 stig, þar af 21 stig í seinni hálfleik og 10 fráköst. Hjá Tindastóli var Shawn Derrick Glover með 32 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Palli Jóh)

Umfjöllun / Jóhann Þór Hólmgrímsson