Breiðablik lagði Skallagrím með 7 stigum í kvöld í Dominos deild kvenna, 71-64. Blikar eftir leikinn með 4 stig eftir fyrstu 6 leikina, 2 sigra og 4 töp á meðan að Skallagrímur er með 6 stig, 3 sigra og 2 töp.

Gangur leiks

Það voru gestirnir ú Borgarnesi sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu með 5 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-22. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimakonur í Breiðablik þó nánast að loka því gati, eru 2 stigum unir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-36.

Í upphafi seinni hálfleiksins leggur Breiðablik svo grunninn að sigri sínum. Vinna þriðja leikhlutann örugglega og eru komnar 11 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða gerðu þær svo nóg til að sigla sterkum 7 stiga sigur í höfn, 71-64.

Tölfræðin lýgur ekki

Þriggja stiga nyting Skallagríms í leiknum var ekki góð, aðeins 19%, 4/21 á meðan að Blikar skutu 29%, 8/27.

Bestar

Atkvæðamest fyrir Breiðablik í leiknum var Jessica Kay Loera með 28 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Borgarnesi var það Keira Robinson sem dróg vagninn með 17 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Hvað svo?

Skallagrímur fær Fjölnir í heimsókn á sama tíma og Breiðablik mætir Snæfelli í Stykkishólmi.

Tölfræði leiks