Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners máttu þola tap í kvöld fyrir Keiser University í bandaríska háskólaboltanum, 67-58. Mariners það sem af er tímabili unnið átta leiki og tapað sjö.

Sólrún Inga var í byrjunarliði Mariners í kvöld og lék 36 mínútur í leiknum. Hún fór þó ekki á blað í stigaskorun, en skilaði 3 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta í leiknum. Það er stutt á milli leikja hjá Mariners þessa dagana, en næst leika þær gegn St. Thomas University komandi mánudag 1. febrúar.

Tölfræði leiks