Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners máttu þola tap í kvöld fyrir Florida Memorial College Lions í bandaríska háskólaboltanum, 77-59. Mariners eftir leikinn með nákvæmlega 50% sigurhlutfall, fimm sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sólrún 6 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti. Næsti leikur Mariners er gegn Thomas University Night Hawks 14. janúar.

Tölfræði leiks