Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners máttu þola tap fyrir Thomas University í nótt í bandaríska háskólaboltanum, 69-65. Liðið nú tapað þremur leikjum í röð, en í heildina hafa þær unnið fimm leiki og tapað sex á tímabilinu.

Sólrún Inga var næst stigahæst í liði Georgia í leiknum. Á 32 mínútum spiluðum skilaði hún 15 stigum og 6 fráköstum. Næsti leikur Mariners er komandi laugardag 16. janúar gegn Webber International.

Tölfræði leiks