Sigurbjörn Daði Dagbjartsson fékk fyrrum leikmanninn og þjálfarann Sverrir Þór Sverrisson til þess að ræða stórleik Keflavíkur og Grindavíkur sem fram fer mánudagskvöldið 25. janúar í Blue Höllinni í Keflavík.  Bæði lið farið virkilega vel af stað þetta tímabilið og unnið fyrsta fjóra leiki sína.

Sverrir Þór þarf vart að kynna, en sem leikmaður og þjálfari hefur hann unnið fjöldann allan af titlum með báðum félögum viðureignarinnar, Keflavík og Grindavík.

Beðist er velvirðingar á bergmáli sem má vera á köflum í upptökunni.