Orri Hilmarsson og Cardinal Stritch Wolves máttu þola tap í dag fyrir Maranatha Baptist University í bandaríska háskólaboltanum, 62-64. Það sem af er tímabili hafa Wolves farið heldur hægt af stað, tapað fyrstu sjö leikjum sínum.

Orri lék mest allra í sínu liði í kvöld, 40 mínútur. Á þeim skilaði hann 11 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Næst mæta Wolves liði Trinity International University komandi miðvikudag 20. janúar.

Tölfræði leiks