Fjölnir lagði Snæfell í Stykkishólmi í kvöld í Dominos deild kvenna, 66-74. Fjölnir eftir leikinn með sex sigra og tvö töp það sem af er tímabili á meðan að Snæfell hefur unnið tvo og tapað fimm.

Gangur leiks

Nýliðar Fjölni byrjuðu leik dagsins betur. Voru 4 stigum yfir að fyrsta leikhluta loknum, 18-22. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þær svo við forystu sína og eru 8 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 32-40.

Í upphafi seinni hálfleiksins gera heimakonur í Snæfell vel í að missa þær ekki of langt frá sér. Fjölnir þó enn 9 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 48-57. Í honum gera þær svo nóg til að sigla að lokum nokkuð sterkum 8 stiga útisigri í höfn, 66-74.

Tölfræðin lýgur ekki

Skotnýting heimakvenna var ekki góð í kvöld, 32%. Nokkuð betri hjá gestunum úr Grafarvogi, en þær voru með 44% skotnýtingu.

Atkvæðamestar

Emese Vida var atkvæðamest í liði Snæfells í kvöld. Skilaði 11 stigum og 17 fráköstum á rúmum 38 mínútum spiluðum. Hjá Fjölni var það Ariel Hearn sem dróg vagninn með 30 stigum, 13 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Hvað svo?

Nú er komið landsleikjahléi í deildinni. Eftir það leika bæði liðin 17. febrúar. Fjölnir heimsækir Val í Origo Höllina á meðan að Snæfell fær Keflavík í heimsókn.

Tölfræði leiks