Dominos deildar lið Hauka hefur samið við þá Brian Edward Fitzpatrick og Earvin Lee Morris um að leika með liðinu.

Morris er 26 ára, 197cm skotbakvörður frá Bandaríkjunum sem síðast lék með Joensuun Kataja í úrvalsdeildinni í Finnlandi. Áður hefur hann verið á mála hjá liðum í Grikklandi, Svíþjóð og Póllandi.

Fitzpatrick er 31. árs, 203 cm framherji frá Bandaríkjunum, sem einnig er með írskt vegabréf. Lék hann síðast fyrir San Martín de Corrientes í Argentínu, en áður hefur hann verið á mála hjá liðum í Svíþjóð, Tékklandi, Grikklandi, Japan og í Danmörku, þar sem hann var einn besti leikmaður meistara Horsens tímabilið 2014-15.