Dominos deildar lið Hattar hefur samið við hinn bandaríska Michael Mallory um að leika með liðinu. Mallory er 26 ára, 188cm leikstjórnandi sem síðast lék með Novi Pazar í Serbíu.

Mallory lék með Southern Connecticut State University í bandaríska háskólaboltanum 2013-2017, en síðan þá hefur hann leikið í Bosníu og Serbíu.