Keflavík hefur samið við Max Montana Hoetzel um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Dominos deild karla.

Montana er 25 ára, 206 cm framherji sem bæði er með bandarískt og þýskt vegabréf, svo hann mun leika á Íslandi sem Evrópumaður. Eftir að hafa klárað San Diego State árið 2018 hefur hann leikið með Giessen 49ers og Hamburg Towers í úrvalsdeildinni í Þýskalandi. Þá var hann síðast á mála hjá Greensboro Swarm í þróunardeild NBA deildarinnar.