Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld lið San Pablo Burgos í ACB deildinni á Spáni, 78-83. Valencia eftir leikinn í 5. – 6. sæti deildarinnar ásamt Burgos, sem einnig eru með 13 sigra og 6 töp það sem af er tímabili.

Martin lék 21 mínútu í leiknum og skilaði á þeim sex stigum, einu frákasti og fimm stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæstur í liði Valencia í dag. Næsti leikur þeirra í deildinni er svo gegn meisturum Baskonia þann 24. janúar

Tölfræði leiks