Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld Red Star Belgrade í EuroLeague, 91-71. Valencia eftir leikinn í 7.-9. sæti deildarinnar ásamt Anadolu Efes Istanbul og Zalgiris Kaunas með 11 sigurleiki og 9 töp það sem af er tímabili.

Martin lék 13 mínútur í leiknum og skilaði á þeim fjórum stigum, frákasti og tveimur stoðsendingum. Næsti leikur Valencia í deildinni er þann 21. janúar gegn Asvel Villeurbanne.

Tölfræði leiks