Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir Barcelona í EuroLeague, 89-72. Eftir leikinn er Valencia í 6.-7. sæti deildarinnar ásamt Zalgiris Kaunas með 10 sigra og 7 töp það sem af er tímabili.

Martin hafði heldur hægt um sig í leik kvöldsins. Á rúmum 14 mínútum spiluðum skilaði hann 4 stigum, en hann tók aðein tvö skot af vellinum í leiknum. Valencia leika nokkuð þétt þessa dagana, en næsti leikur þeirra er komandi laugardag 9. janúar gegn Retabet Bilbao í ACB deildinni á Spáni

Tölfræði leiks