Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld Retabet Bilbao í ACB deildinni á Spáni, 73-106. Valencia með tólf sigurleiki og sex töp það sem af er tímabili í 6. sæti deildarinnar, en í efsta sætinu er Real Madrid með sextán sigurleiki.

Á rúmum 17 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin fimm stigum og sjö stoðsendingum. Næsti leikur Valencia er 12. janúar gegn Milan í Euroleague.

Tölfræði leiks