Lykilleikmaður 5. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Breiðabliks, Isabella Ósk Sigurðardóttir.

Á tæpum 33 mínútum spiluðum í mikilvægum sigri Breiðabliks á KR var Isabella besti leikmaður vallarins. Skilaði 9 stigum, 22 fráköstum, stoðsendingu og 4 vörðum skotum. Þá unnu hennar konur þær mínútur sem hún spilaði í leiknum með 21 stigi. Sigurinn sá fyrsti sem Blikar ná í á tímabilinu, en þær eru jafnar Snæfelli að stigum í 6.-7. sæti deildarinnar

Leikmenn umferða:

  1. umferð – Daniela Wallen Morillo
  2. umferð – Lina Pikciuté
  3. umferð – Lina Pikciuté
  4. umferð – Alyesha Lowett
  5. umferð – Isabella Ósk Sigurðardóttir