Lykilleikmaður 7. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur Daniela Wallen Morillo.
Í nokkuð óvæntum en sterkum sigurleik Keflavíkur á sterku liði Vals var Morillo besti leikmaður vallarins. Á 37 mínútum spiluðum skilaði hún 37 stigum, 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Þá var hún einkar skilvirk í leiknum, en skotnýting hennar var 73% og framlagsstig 38 í heildina.

Lykilleikmenn umferða
- umferð – Daniela Wallen Morillo
- umferð – Lina Pikciuté
- umferð – Lina Pikciuté
- umferð – Alyesha Lowett
- umferð – Isabella Ósk Sigurðardóttir
- umferð – Daniela Wallen Morillo
- umferð – Daniela Wallen Morillo