Lykilleikmaður 6. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur Daniela Wallen Morillo.

Á tæpum 39 mínútum spiluðum í góðum sigri Keflavíkur á Haukum í Ólafssal var Morillo besti leikmaður vallarins. Skilaði 31 stigi, 23 fráköstum, 3 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og vörðu skoti. Í heildina var hún með 45 framlagsstig, sem er það næst hæsta sem leikmaður hefur náð í leik í vetur. Það hæsta á hún reyndar einnig sjálf, 56, sem kom í fyrstu umferð gegn liði KR.

  1. umferð – Daniela Wallen Morillo
  2. umferð – Lina Pikciuté
  3. umferð – Lina Pikciuté
  4. umferð – Alyesha Lowett
  5. umferð – Isabella Ósk Sigurðardóttir
  6. umferð – Daniela Wallen Morillo