Lykilleikmaður 8. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður nýliða Fjölnis Ariel Hearn.
Í sterkum útisigur Fjölnis á Snæfelli í Stykkishólmi var Hearn besti leikmaður vallarins. Á rúmum 38 mínútum spiluðum skilaði hún 30 stigum, 13 fráköstum, 6 stoðsendingar, stolnum bolta og vörðu skoti. Þá var nýting hennar fyrir innan þriggja stiga línuna til fyrirmyndar, 71%, en í heildina var hún með 34 framlagspunkta fyrir leikinn.

Lykilleikmenn umferða