Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Memphis unnu meistarar Los Angeles Lakers heimamenn í Grizzlies, 94-92. Sigur sem að var nokkuð öruggari en tölurnar gefa til kynna, þrátt fyrir að heimamenn hafi gert vel í að vinna niður muninn á síðustu mínútu leiksins. LeBron James atkvæðamestur fyrir Lakers í leiknum með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Grizzlies var það Jonas Valanciunas sem dróg vagninn í nokkuð jöfnu liði með 13 stigum og 11 fráköstum, en sjö leikmenn þeirra skoruðu 8 stig eða fleiri í leiknum.

Liðin á sitthvorum enda töflu Vesturstrandarinnar eftir leikinn. Lakers í toppsætinu með 75% árangur á meðan að Grizzlies eru í neðsta sætinu ásamt Minnesota Timberwolves með 29% árangur það sem af er tímabili.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Utah Jazz 96 – 130 Brooklyn Nets

Los Angeles Lakers 94 – 92 Memphis Grizzlies

Minnesota Timberwolves 116 – 123 Denver Nuggets

San Antonio Spurs 116 – 113 LA Clippers

Chicago Bulls 111 – 108 Portland Trail Blazers