Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld.
Breiðablik lagði Skallagrím í Smáranum, Fjölnir hafði betur gegn KR í Dalhúsum, Valur vann Snæfell í Origo Höllinni og í Ólafssal í Hafnarfirði bar Keflavík sigurorð af Haukum.
Leikir dagsins
Dominos deild kvenna:
Breiðablik 71 – 64 Skallagrímur
Fjölnir 75 – 68 KR
Valur 80 – 68 Snæfell
Haukar 57 – 67 Keflavík