Kári Jónsson og Girona unnu í dag lið Levitec Huesca í Leb Oro deildinni á Spáni, 67-50. Eftir fyrstu tíu leikina hafa Girona unnið fjóra leiki en tapað sex og eru í 8. sæti b hluta deildarinnar.

Á tæpum 15 mínútum spiluðum skilaði Kári fimm stigum og einu frákasti. Samkvæmt skipulagi er næsti leikur þeirra gegn CB Almansa þann 30. janúar, en liðið þarf í millitíðinni að leika einhverja frestaða leiki þar sem það missti af tæpum mánuði vegna Covid19 frestana.

Tölfræði leiks