Kári Jónsson og Girona lögðu í kvöld lið ICG Forca Lleida í Leb Oro deildinni á Spáni, 86-70. Girona færast upp töfluna með sigrinum. Eru nú í 6. sæti deildarinnar með fimm sigra og sex töp það sem af er.

Á rúmum 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kári 10 stigum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Girona er gegn CB Almansa þann 30. janúar.

Tölfræði leiks