Landsliðsmaðurinn Kári Jónsson lék sinn fyrsta leik í Leb Oro deildinni á Spáni fyrr í dag er lið hans Basquet Girona tapaði naumlega fyrir Palma, 80-83. Girona eru eftir leikinn í 9. sæti b hluta deildarinnar með tvo sigra og sex töp það sem af er tímabili.

Kári lék 20 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 5 stigum og 2 fráköstum. Næsti leikur Girona er gegn TAU Castelló þann 8. janúar.

Tölfræði leiks