Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners lögðu í dag lið Telekom Baskets Bonn í þýsku úrvalsdeildinni, 84-79. Skyliners það sem af er tímabili með sex sigra og átta töp, sitja í 8. sæti deildarinnar.

Á rúmum 16 mínútum spiluðum skilaði Jón sjö stigum og tveimur stoðsendingum. Næsti leikur Skyliners í deildinni er gegn Ulm komandi þriðjudag 2. febrúar.

Tölfræði leiks