Jón Axel Guðmundsson og Fraport Skyliners unnu góðan sigur á Gottingen í úrvalsdeildinni í Þýskalandi í dag, 81-63. Eftir að hafa verið sex stigum undir eftir fyrsta leikhlutann, tóku Skyliners við sér og hægt og bítandi sigldu einkar öruggum sigri í höfn. Skyliners eftir leikinn komnir í 8. sæti deildarinnar, en þegar að deildarkeppni lýkur í vor fara efstu átta í úrslitakeppnina.

Jón Axel var líkt og svo oft í vetur með þeim framlagshætti í liði Skyliners. Á rúmum 25 mínútum spiluðum skilaði hann 11 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Tölfræði leiks