Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lagði í dag Inalco Alcora Caixa Rural í EBA deildinni á Spáni, 101-69. Valencia sem áður í efsta sæti E-A hluta deildarinnar eftir leikinn með tólf sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Hilmar Smári var hefur verið mjög atkvæðamikill fyrir liðið í vetur. Leikur dagsins engin undantekning. Á rúmum 26 mínútum spiluðum skilaði hann 18 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum. Næsti leikur Valencia er gegn Innovaciones Constructivas Quesada Nbtorrent þann 16. janúar.

Tölfræði leiks