Haukar lögðu Fjölni í kvöld í fyrsta leik Dominos deildar kvenna eftir að keppni var leyfð á nýjan leik, 54-70. Liðin tvö deila því toppsæti deildarinnar, hvort um sig með þrjá sigurleiki og einn tapaðan eftir fyrstu fjórar umferðir tímabilsins.

Það voru gestirnir ú Hafnarfirði sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með þremur stigum, 11-14. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn þó áfram jafn, en Haukar skrefi á undan þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 28-31.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná Haukar svo að byggja aðeins á forystu sína, eru sjö stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 43-50. Í honum gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð öruggum 16 stiga sigurleik í höfn, 54-70

Atkvæðamest fyrir Fjölni í kvöld var Lina Pikciuté með 5 stig og 14 fráköst. Fyrir Hauka var það Alyesha Lovett sem dróg vagninn með 23 stigum, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Myndir / Bára Dröfn