Haukar lögðu Skallagrím í Fjósinu í kvöld í Dominos deild kvenna, 65-59. Haukar eru með tíu stig eftir átta umferðir og óhætt að segja að mikill stígandi sé í liðinu. Borgnesingar eru í fimmta sæti en hafa einungis unnið einn leik frá endurræsingu deildarinnar.

Gangur leiks

Hafnfirðingar gáfu tóninn snemma í leiknum og ætluðu sér greinilega að fara með tvö stig í gegnum Hvalfjarðargöngin á heimleiðinni. Borgnesingum gekk illa að setja boltann í körfuna í byrjun leiks, Haukar komust í 16-6 eftir sex mínútur og komu sér í góða stöðu.

Skallagrímur hleypti Haukum aldrei langt framúr sér og héldu í við liðið. Staðan í hálfleik var 32-25 fyrir Haukum. Haukar gáfu í í þriðja leikhluta og náðu mest 16 stiga forystu. Þrátt fyrir fínt áhlaup Skallagríms í fjórða leikhluta stóð gestirnir það af sér og lönduðu að lokum sigri. Lokastaðan 65-59 fyrir Haukum.

Tölfræðin lýgur ekki

Hauka voru gjafmildir í kvöld en þeir töpuðu á endanum 25 boltum en unnu samt góðan sigur. Það á í raun ekki að vera hægt að tapa svona mörgum boltum og vinna samt leikinn.

Atkvæðamestar

Keira Robinson var stigahæst í liði Skallagríms með 23 stig og þá var Nikita Telesford öflug með 22 stig og 8 fráköst.

Í liði Hafnfirðinga var Alyesha Lovett frábær með 21 stig og 19 fráköst. Eva Margrét Kristjánsdóttir var með 19 stig.

Hvað svo?

Nú er komið landsleikjahléi í deildinni. Eftir það leika bæði liðin 17. febrúar. Skallagrímur fær KR í heimsókn og Haukar heimsækja Blika.

Tölfræði leiksins