Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats töpuðu í annað skiptið á jafn mörgum dögum fyrir Vermont Catamounts í bandaríska háskólaboltanum, 84-44. Bearcats það sem af er tímabili unnið einn leik, en tapað tíu.

Hákon Örn hafði hægt um sig í leiknum. Lék sex mínútur, komst ekki á blað í stigaskorun, en skilaði tveimur stoðsendingum. Næsti leikur Bearcats er gegn UMass Lowell River Hawks komandi laugardag 16. janúar.

Tölfræði leiks