Þór Akureyri hefur samið við framherjann Guy Landry Edi um að leika með liðinu í Dominos deild karla.

Landry er 32 ára, 198 cm fílbeinstrendingur með franskt vegabréf sem mest hefur leikið í Frakklandi og í Finnlandi síðan hann kláraði Gonzaga háskólann árið 2013.

Gert er ráð fyrir að leikmaðurinn komi til landsins í vikunni og verði klár í leiki í kringum komandi mánaðarmót.